Við kanínubúskap hjá Elfu Rún og Esther Ýr

"Er afi heima," sagði rödd í símanum í morgun og Esther sagði sem var að afi væri einhverstaðar úti. "Heldurðu að hann geti farið og gefið kanínunum," sagði  röddin sem var Elfa Rún Óskarsdóttir kanínubóndi í Sigtúninu þar sem hún elur kanínur í bílskúrnum ásamt Esther Ýr systur sinni. ÞarnaMyndarlegar kanínur í Sigtúni er myndarleg kanína með fjóra fallega unga.

Auðvitað fór afi með gómsætt kál og gaf dýrunum ásamt því að sópa saman  mestu óreiðunni  hjá greyjunum. Þær tóku vel til matar síns og drukku okkar tæra vatn.  Síðan var kanínubændunum sent sms um að allt væri undir kontról hjá kanínunum. Auðvitað verður kíkt á kanínurnar aftur og húsið vaktað um leið.

Á myndinn i má sjá kanínurnar gæða sér á gómsætu kálinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband