Dagdvöl fyrir alzheimersjúka í sjónmáli

        Góðar líkur eru á því að dagdvöl verði opnuð á Selfossi fyrri alzheimersjúkt fólk á Suðurlandi. Frummælendur á fræðslufundi ásamt formanniVinafélag Ljósheima hefur unnið að þessu máli í rúmlega ár ásamt Félagi aðstandenda alzheimersjúkra FAAS. Við höfum verið í góðu og ýtnu sambandi við bæjaryfirvöld varðandi þetta mál en bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja til húsnæði fyrir þessa starfsemi og er í því efni horft til þess að finna rúmgott íbúðarhús.

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri flutti ávarp á fræðslufundi Vinafélagsins 18. október þar sem hún tók undir nauðsyn þess að dagdvöl yrði að veruleika og sagðist vera í samningaviðræðum við húseiganda á Selfossi varðandi þetta mál. Hún gerði sér von um að niðurstaða fengist í húsnæðismálin áður en aðventan gengi í garð. Þessu fögnuðu fundarmenn innilega.

Haukur Helgason framkvæmdastjóri FAAS og María Jónsdóttir formaður eru ötulir baráttumenn fyrir aðstöðu fyrir alzheimersjúkt fólk en FAAS starfrækir núna þrjú heimili með dagdvöl á höfuðborgarsvæðinu og það fjórða er  við það að verða að veruleika.  Þau sögðu frá áherslum félagsins á fræðslufundinum og lýstu því hversu nauðsynlegt er að dagdvöl verði að veruleika á Selfossi þar sem sinna má þjálfun fyrir alzheimersjúka.  Félaginu hefur tekist að byggja upp myndarlegan rekstur og fær til hans daggjöld frá ríkinu.  Núna þurfa okkar ágætu þingmenn að leggja málinu lið með því að ýta því að heilbrigðisráðherra að tryggja væntanlegu heimili á Selfossi daggjöld fyrir 16 plássum en Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra var búin að lofa daggjöldum fyrir kosningarnar síðustu.  Við treystum því að Guðlaugur ráðherra heilbrigðismála reynist vel í þessu máli. Verði dagdvölin á Selfossi að veruleika verður hún fyrsta dagdvölin fyrir alzheimersjúka á landsbyggðinni.

Á fræðslufundinum sagði Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSu frá því hvernig hjúkrun verður háttað á nýju Ljósheimadeildinni í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og á hjúkrunardeildinni á þriðju hæðinni.  Mjög áhugavert var að hlusta á erindi Önnu Maríu og ljóst að það verður ánægjulegt þegar ljósheimar flytja frá Austurveginum í nýbygginguna við Árveg núna í desember.

Magnús Skúlason framkvæmdastjóri HSu sagði frá nýbyggingunni og í máli hans kom fram að eftir er að tryggja fjármagn í síðari áfanga byggingarinnar ásamt því að ganga frá því að rekstur hjúkrunardeildarinnar á þriðju hæðinni fái fé á fjárlögum 2008. Það er því verk að vinna fyrir þingmenn í málefnum HSu fram til þess að fjárlög verða afgreidd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband