Kúgun

Það er skrýtið að verða fyrir kúgun og finna á eigin skinni þegar fólk er ekki virt viðlits. Hér á ég við heimsókn okkar íbúa Mjólkurbúshverfis til bæjarstjóra þar sem hún tilkynnti það sem meirihluti bæjarstjórnar hafði ákveðið varðandi skipulag hverfisins okkar.    Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið gengið svona fram gegn íbúum á Selfossi af nokkurri sveitarstjórn.

Eftir þennan fund var fólk gráti nær enda mjög sorgleg niðurstaða sem kynnt var.  Það hefur geisað stormur í mínum huga síðan á föstudag, stormur sem nauðsynlegt er að hemja svo ekki fari í hann of mikil orka. Í þessum stormi hafa bæjarfulltrúar meirihlutans í Árborg fengið það óþvegið.

Þegar storminn lægir koma gamalkunn heilræði  upp í hugann þar sem segir að maður þurfi að gera sér grein fyrir því hverju maður getur breytt og hverju ekki og greina þar á milli. Maður breytir ekki því sem sveitarstjórnarmenn okkar hafa bitið í sig þó það kosti tillitsleysi gagnvart íbúunum, - því fólki hverra hagsmuna þeir eru kjörnir til að gæta.  En eitthvað býr hér undir, hvers vegna var ekki hægt að sýna íbúunum tillitssemi? 

Einhverstaðar liggur hundurinn grafinn. Sannleikurinn mun koma í ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir Siggi. Þessi niðurstaða er með ólíkindum og trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því að þetta fari alla leið upp í 5 hæðir.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Sigurður. Ég hef aldrei skilið þessa áráttu verktaka og athafnamanna hér í Flóanum að byggja margra hæða blokkir.  Hvernig stendur eiginlega á þessu?  Minnimáttarkennd? Reyndar hafa lóðaeigendur Austurvegar 51-59 lagt í óhemjukostnað við húsakaup og vilja væntanlega fá eitthvað fyrir sinn snúð.  En tillitsleysið við nágrennið er ótrúlegt.  Að mínu mati er Mjólkurbúshverfið fallegasta hverfið á Selfossi og það á í raun merka sögu sem angi af stofnun og útþenslu Mjólkurbús Flóamanna.   Kv. Lýður

Lýður Pálsson, 27.4.2007 kl. 23:06

3 identicon

Sæl Hjón.

já þetta er með hinum mestu ólíkindum, en allt virðist þetta vera þess virði að sprengja heila bæjarstjórn yfir, hrekja burtu íbúa úr heilu hverfi og neita svo í ofanálag að deiliskipuleggja allt hverfið í heild sinni...Getur einhver útskýrt málið ???

Elfa D. (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband