Líf og kraftur í Vestmannaeyjahöfn

Bergur kemur inn og verið er að skipa upp úr SelfossiÞað er ákaflega gaman að fylgjast með athafnalífinu í kringum Vestmannaeyjahöfn. Í dag var þar heilmikið um að vera, smábátar að koma inn með afla, flutningaskipið Selfoss með gáma og Bergur sigldi inn eftir veiðitúr. Lyftarar þutu fram og aftur með ker full af ís og það var mikið líf.  Þrjú ný veiðiskipð eru nýkomin í veiðiflotann og þrjú önnur eru væntanleg á næstunni. Eyjamenn hafa verið vakandi yfir því að ná meiri aflaheimildum til Eyja enda nauðsynlegt að efla þá stóriðju sem fiskvinnslan og útgerðin er í Vestmannaeyjum.  Skipalyftan varð fyrir áfalli í vetur  en þar er á ferðinni fyrirtæki með 40 störf sem nauðsynlegt er að nái góðri stöðu á ný til að takast á við stærri verkefni en áður.  Vestmannaeyjar hafa alla burði til að verða stærsti og öflugasti útgerðarbær í norðurhöfum, setja má Vestmannaeyjum slíkt markmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband