Bíltúr um Hastings hverfið í Vancouver

Eftir skógargöngu og góðan japanskan málsverð í háskólahverfinu fórum við í bíltúr um Hastings hverfið sem er skammt frá Gastown og miðbænum.

Það eru skörp skil milli þessa hverfis og fínheitanna í kringum háhýsin í miðborginni. Í þessu hverfi safnast saman fíklar og útigangsfólk og býr greinilega í gömlum og niðurníddum húsum sem nóg er af. Í Hastings hverfinu

Þarna má sjá sjúskuð hótel í eigu fíkniefnasala með strigapoka fyrir gluggum og fyrir utan er fólk sem háð er hinni daglegu neyslu eiturlyfja. Borgin beitir sér fyrir því að halda fólkinu á ákveðnu svæði. Þó maður sjái aðeins yfirborðið út um bílgluggann er auðvelt að gera sér grein fyrir þeirri miklu eymd sem fólkið býr við og ræður ekki við að koma sér út úr.

Vancouver er stór borg með ríflega 2 milljónir íbúa og því er flóra mannslífsins  mjög fjölbreytileg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband