Kaffihúsaskreppur í miðborgina

Undir hádegi í dag, þegar ungu hjónin höfðu gengið frá  því helsta í stóru töskurnar fyrir brottflutninginn úr námsmannaíbúðinni var skroppið í miðbæinn til að kíkja á mannlífið og kaffihús.Á kaffihúsarölti í miðborginni Það er dálítið öðruvísi að skreppa á kaffihús í stórborg með 2 milljónir íbúa, ferðin tekur tíma sem gera verður ráð fyrir. Svo þarf að finna bílastæði á góðum stað gjarnan tveimur hæðum undir yfirborði jarðar. 

 Allt tekur þetta tíma og á meðan ekið er um götur borgarinnar er gaman að gefa umhverfinu auga í gegnum myndavélina. Sama má segja þegar gengið er um miðborgina og hvert mótívið af öðru blasir við. Mannlífið og háhýsin eru nokkuð sem er ekki að þvælast fyrir manni á hverjum degi og þess vegna er gjarnan smellt af. Það er svo aftur einkennandi hérna að þegar komið er út fyrir miðborgina þá hverfa háhýsin og við taka einnar til tveggja hæða hús.

Mannlíf í Vancouver er litríkt, þar má sjá fólk af ýmsum uppruna og greinilegt er að hinn fjölþjóðlegi blær er í mikilli sátt í borginni. Kínverska hverfið er á sínum stað og einnig það indverska þar sem verslanir eru og menningarlegt yfirbragð fólks af þessum uppruna. Þá má sjá þess merki að undirbúningur er hafinn fyrir Vetrarolympíuleikana 2010 sem verða í Vancouver. Mannvirki eru í byggingu og borgaryfirvöld undirbúa það að borgin verði í sviðsljósi alheimsins á meðan á leikunum stendur.

Við kíktum á kaffihús, fengum okkur bita á veitingastað í gömlu pakkhúsahverfi þar sem pakkhúsin hafa verið innréttuð sem veitingahús og eru mjög vinsæl. Síðan var rölt um og myndavélin fékk að gæla við umhverfið og háhýsin.  Með viðbótartösku fyrir mömmu

Auðvitað var bætt við einni tösku svona að íslenskum sið áður en farið er heim á leið en heimferð okkar frá Vancouver hefst 30. maí með ferð til Victoríu á Vancouver Island þar sem gist verður í tvær nætur, þaðan förum við til Seattle og svo til baka til Vancouver 2. júní í flug yfir á austurströndina til Montreal.

Við lukum svo miðbæjarferðinni með ískaffi á Starbucks kaffíhúsi þar sem við sátum í sólinni en á dyrunum var tónlistarauglýsing um Paul Mc Cartney.

Á morgun er svo útskrift hjá Hjalta. Hann skellti sér til rakarans síns sem er af arabískum uppruna, hér í næsta nágrenni og fékk brautskráningarklippinguna. Á meðan hlupu mæðgurnar um nágrennið og kíktu í búðarglugga en það er ekki auðvelt að hlaupa yfir götu hér í bæ og betra að nota gangbrautirnar.

Hjalti í brautskráningarklippingu

 

 

 

 

 

 

 Esther með háhýsi í baksýnMæðgurnar hlaupa yfir götuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband