Samgönguráðherra ætlar að tvöfalda Suðurlandsveg

Það var ánægjulegt að verða vitni að því þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir í gær í sjónvarpinu að Suðurlandsvegur yrði tvöfaldaður. Síðan hnykkti hann á þessu í fréttum í dag. Þetta er mikilvæg yfirlýsing og tilefni til að óska samgönguráðherra til hamingju með þessa yfirlýsingu. Það er gríðarlegur stuðningur við þessa framkvæmd í vegamálum.

Hannes Kristmundsson vinur minn og frumkvöðull þess að reisa 52 krossa við Kögunarhól í Ölfusi til minningar um þá sem farist hafa á Suðurlandsvegi er nú á leið til Sturlu í samgönguráðuneytið til að afhenda honum blómvönd frá okkur með hamingjuóskum og baráttukveðjum. 

Það er nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst við að tvöfalda og lýsa veginn og ná þannig því hámarksöryggi sem vegurinn getur boðið.  Nauðsynlegt er einnig að leggja áherslu á að ökumenn aki varlega og eftir aðstæðum hverju sinni ásamt því að hafa gott auga með ástandi bifreiða sinna.

Myndin sýnir Geir Haarde forsætisráðherra, Hannes Kristmundsson og Sturlu Böðvarsson þegar Hannes hafði afhent þeim blóm í tilefni af afhendingu 25 þúsund undirskrifta þar sem hvatt var til tvöföldunar og lýsingar Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss.

Undirskriftir Suðurlandsvegar afhentar 002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr :)

Til hamingju með bloggsíðuna :)

Kv. Sigga Rós

Sigga Rós (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:30

2 identicon

Flott síða hjá þér!

En hvenær á að hefjast handa við tvöföldunina? Strax á þessu ári?

Daði Már (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband