3.2.2007 | 15:46
Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur með hámarksöryggi
Það er alveg ljóst og mjög ánægjulegt að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er með það í undirbúningi að tvöfalda bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Mbl.is segir Skessuhorn hafa náð að kíkja í samgönguáætlunina. Beinast liggur við að hann fari einkaframkvæmdaleiðina sem Sjóvá hefur haft frumkvæði um að benda á. Með því að fara þá leið tryggir hann að framkvæmdunum lýkur á 4 - 5 árum.
Það sem er sérlega ánægjulegt er að Sturla blakar við 2 + 1 mönnunum sem hafa lagst gegn 2 + 2 vegi. Sturla og stjórnarþingmenn ætla greinilega að ná hámarksöryggi á þessum vegum með því að tvöfalda þá. Þeir mega bara ekki gleyma lýsingunni því hún gefur ökumönnum mikið öryggi í dimmviðri. Það er alveg ljóst að Sturla nýtur mikils fylgis við þetta stórátak sem hann er að fara af stað með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.