Miðbæjarskipulag í skugga samnings um Miðjuna

Miðbæjarfélagsfundur um skipulag 006Miðbæjarfélagið hélt fund í kvöld þar sem uppi voru myndir af tillögunum sem komu fram í samkeppni bæjarstjórnar um skipulag miðbæjarins á Selfossi.  Elfa Dögg formaður félagsins og bæjarfulltrúi fór í stuttu máli yfir tillögurnar og málatilbúnaðinn og hver væru næstu skref.

Það kom fram sem vitað hefur verið að samningurinn sem bæjarstjórnin gerði við Miðjumennina svokölluðu er grundvöllur þeirra tillagna sem fram komu og þess hversu mikið byggingamagn er sett inn á svæði sem áður var ætlað undir miðbæjargarð.  Í forsendum samkeppninnar var þetta byggingamagn og þess vegna hefur þessi samningur óbeint stýrt penna arkitektanna sem tóku þátt í samkeppninni.

Elfa Dögg útskýrir skipulagstillögur

Fundarmenn voru sammála um að skora á bæjarstjórnina að halda opinn fund um miðbæjarskipulagið og greina þar frá öllum forsendum sem settar voru fyrir samkeppnina og líka frá öllum samningum sem gerðir hafa verið við lóðarhafa á svæðinu.  Þeir eru margir sem vilja sjá samninginn sem bæjarstjórn síðasta kjörtímabils gerði við Miðjumennina.

Það á eftir að koma í ljós að samningurinn við Miðjumennina var liður í þeirri græðgisvæðingu sem verið hefur við lýði í landinu og síðasta bæjarstjórn kynti undir með þessum samningi og líka með samningi og þjónkun við  Fossaflsmenn í kringum deiliskipulag  þess fyrirtækis við Austurveg   51 - 59, í Mjólkurbúshverfinu.

Það er ljóst að grunnhyggni er varhugaverð í skipulagsmálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband