6.2.2007 | 22:40
Gleði á Húnablóti
Ferðaklúbbur Húna hélt sitt árlega þorrablót fyrir skömmu. Eins og venja er þegar Húnar hittast þá var glatt á hjalla, sagðar sögur og rifjaðar upp skemmtilegar minningar frá ferðalagi síðasta sumars. Blótið var hjá Oddu sem fékk aðstoð frá Sirrý við undirbúning og Esther í lokin. Maturinn var mjög góður og að sjálfsögðu voru bornar fram dýrindis pönnukökur að hætti Oddu enda enginn desert betri.
Á blótinu kom út ferðabókin Húnninn en það er venja að gefa út ferðalýsingu í hálfbundnu máli eftir hverja ferð og það er líka venja að bókina fá aðeins þeir sem fóru í ferðina. Þetta var góð stund sem við Húnarnir áttum þarna við að gleðjast og njóta samverunnar.
Á minni myndinni gæða Húnar sér á kræsingum þorrahlaðborðsins og á þeirri stærri eru ferðahópurinn á hlaðinu að Látrum þangað sem farið var á liðnu sumri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.