Tvístígandinn er ekki góður

Skipulagsmálið  í Mjólkurbúshverfinu okkar hér á Selfossi er alltaf aðeins á hreyfingu. Nú er það nýjasta að frétta að Fossaflsmenn haf nú nýlega fest kaup á tveimur eignum í Þórsmörk og hafa nú keypt allar eignir vestan megin í götunni nema eina. Þannig eru þeir ekki af baki dottnir og hugsa gott til glóðarinnar að fjárfesta í þessu góða hverfi enda ekki furða því hér er gott að búa.

Af byggingareitnum við Austurveg 51 - 59 er það aðsegja að einhver hreyfing virðist vera á málum. Það fréttist af Fossaflsmönnum á fundi með bæjarstjórnarfólki þar sem var togast á.  Miðað við það sem heyrst hefur þá getur verið að málið verði á dagskrá í skipulagsnefnd í næstu viku en maður veit þó aldrei.

Kannski er það óskhyggja að gera sér vonir um að bæjarstjórnin taki á sig rögg og ákveði hvernig hún vill að deiliskipulag þessa reits sé og  hvernig það á að samræmast þeirri byggð sem er í hverfinu. Það er einhver fjárans tvístígandi í kringum þetta það væri betra að það væri ungmennafélagsandi því hann  er alltaf að reyna að gera eitthvað fyrir fólkið en tvístígandinn veit aldrei hvað hann vill og getur ekki tekið ákvörðun.

Nýi bæjarstjórinn hefur stöðu til að taka á málinu og kippa því í liðinn. Það þarf að klára þetta mál, það gengur ekki lengur að íbúunum sem næst þessum reit búa sé haldið í gíslingu og stillt upp við vegg með eignir sínar. Það er réttur íbúanna að vita hvernig deiliskipulag íbúðabyggðarinnar verður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband