12.2.2007 | 19:50
Sterkur fundur í Árnesi
Mótmælafundurinn sem haldinn var í Árnesi í gær var sterkur að því leyti að þar komu fram sterksjónarmið gegn því að virkja í neðri hluta Þjórsár. Hann var líka áhugaverður fyrir það að hann mun hafa mikil áhrif í aðdraganda kosninga. Hér er á ferðinni mál sem stjórnarflokkarnir verða að taka afstöðu til og geta ekki litið framhjá. Það er reyndar þannig að hver og einn verður að taka afstöðu til þessara mála og stilla upp þeim náttúruperlum sem eru í og við Þjórsá annars vegar og hins vegar virkjunum sem senda orkuna úr héraðinu. Það er nauðsynlegt að prófa þetta á sjálfum sér og taka afstöðu og rökstyðja hana
Það er alltaf gaman á fjölmennum fundum og þessi var skemmtilegur en næst þarf að halda fund þar sem bæði sjónarmiðin koma fram og láta þau takast svolítið á. Það er núna tækifæri til þess að fá stjórnmálamennina til að koma fram á svona fundi og lýsa sinni afstöðu og líka þá sveitarstjórnarmenn sem eru á svæðinu.
Svona fundur yrði auðvitað átakafundur og þá er gott að syngja í lokin eins og gert var í Árnesi. Ég var einu sinni á fundi í Þórshöfn í Færeyjum þar sem stjórnmálaflokkarnir rifust heiftarlega fyrir kosningar en í lokin stóðu allir upp og sungu þjóðsönginn og fóru heim með ró í hjarta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.