Nýjungar og ljósmyndasamkeppni hjá Mogga

Var á  góðum aðalfundi fréttaritara í dag þar sem mættu framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Moggans ásamt fréttastjórum og fleirum.  Framkvæmdastjórinn og ritstjórinn lýstu vel þeim breytingum sem hafa orðið á blaðinu og eru í bígerð en mbl.is er stöðugt vaxandi miðill og verður miðill framtíðarinnar á meðan þrengist um á síðum gamla Moggans.  Í náinni framtíð verður aðaláherslan á að flytja fréttir  sem hraðast og þá gegnir mbl.is lykilhlutverki. Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lýsti því hvernig fréttaritarar gætu orðið lykilaðilar í því að sinna fréttamiðlun á netinu. Mjög áhugavert.

Svo voru afhent verðlaun í myndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Jónas í Fagradal fékk verðlaun fyrir mynd ársins sem var af skýjamyndun fyrir ofan Vík í Mýrdal , mjög sérstæð mynd.

Í minn hlut komu tvær viðurkenningar, í flokknum Spaug og Daglegt líf.  Spaugsama myndin er af Jónu Ingarsdóttur á leið í dömuboð með hana fyrir hatt. Hin er af krökkunum á Egilsstöðum, Alvari Loga, Ástu Dís og Maríu að leika sér á trambolíni.Jóna á leið í dömuboð  í feb. 06  Allar myndirnar eru til sýnis í Smáralindinni.

Gaman á trambolíninu á Egilsstöðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með viðurkenningarnar. Þessar myndir eru mjög flottar og sérstaklega góð myndin af Jónu.....frábært hvernig hún horfir upp og svo með kvikindið á höfðinu haha. 

Knús og kossar

Sigga Rós (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband