Góður aðalfundur hjá Vinafélagi heimilisfólks Ljósheima

Aðalfundur Vinafélags Ljósheima var haldinn í gær í setustofu Ljósheima. Heimilisfólk mætti til Esther skrifstofustjóri  og Magnús framkv.stjórifundarins, einnig aðstandendur, stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, fulltrúi Kvenfélags Selfoss og starfsfólk. Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá auk þess sem stjórnendur HSu, Magnús Skúlason framkvæmdastjóri og Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri ávörpuðu fundinn. 

Stjórn félagsins var endurkjörin en Þórey Axelsdóttir gekk úr stjórn og  Ólafía Halldórsdóttir var kosin í staðinn.  Þóreyju var afhentur blómvöndur sem þakklætisvottur fyrir góð störf í þágu félagsins. Einnig var Hólmfríði Júliusdóttur færður blómvöndur  fyrir gott starf en hún annast tómstundastarfið á Ljósheimum en það hefur blómstrað í höndum hennar. Á fundinum var dálítil handavinnusýning þar sem voru munir sem heimilisfólk hefur búið til. Auk handvinnunnar er lögð áhersla á söng og gamanmál  til þess að létta upp stundina. Á fundinum kom fram að heimilisfólk er mjög ánægt með þessa starfsemi.Hólmfríður, Sigurður og þórey

Tvær ályktanir voru samþykktar þar sem bæjarstjórn Árborgar var hvött til að vinna með Félagi aðstandenda alzheimersjúklinga að því að koma á fót dagþjálfun fyrir heilabilaða á Selfossi fyrir Suðurland.

 Magnús Skúlason sagði reiknað með því að starfsemi Ljósheima flyttist á 2. hæð í nýbygginguna við Árveg í september og síðan yrði 3. hæðin opnuð þremur mánuðum síðar. Hann sagði mikla eftirvæntingu ríkja gagnvart þessu verkefni. Hann sagði einnig að tómstunda- og afþreyingarstarfið á Ljósheimum sem Vinafélagið hefi staðið undir yrði hluti af starfsemi hjúkrunardeildarinnar á nýjum stað. Gott samstarf yrði áfram við Vinafélagið um starfsemi þess með heimilisfólki deildarinnar.

 Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri sagði frá því að 23 ár væru liðin síðan Ljósheimar voru teknir í notkun sem hjúkrunarheimili en það var 16. mars 1984 sem Ljósheimar voru vígðir sem  hjúkrunarheimili og fyrstu heimilismenn  voru skrifaðir inn 24. mars.  Það var hins vegar  18. Hluti af handavinnu heimilisfólksdesember 1981 sem Sjúkrahúsið á Selfossi, en það var starfrækt í húsnæði Ljósheima, flutti starfsemi sína í sjúkrahúsið við Árveg.  Þegar þeim flutningum var lokið kom í ljós að fleiri rúm vantaði og þess vegna varð mikil vakning fyrir því að gera Ljósheima að hjúkrunarheimili.  Esther sagði ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikil starfsemi hefði farið fram á Sjúkrahúsinu á Selfossi þegar það var starfrækt við Austurveginn. Þar voru rými fyrir 26 en alltaf voru þar inniliggjandi 30 sjúklingar og öll sjúkrahússtarfsemi fór þar fram. 

Í lok fundarins tóku fundarmenn lagið en síðan beið þeirra kaffiborð sem allir gerðu góð skil.

 Á fundinum var lögð fram starfsskýrsla stjórnar og fer hér á eftir inngangur skýrslunnar:

Inngangur 

“Umhyggjan er mönnunum eins og sólin er blómunum.”  Þessi setning lýsir vel því inntaki sem nauðsynlegt er  þegar hugað er að þjónustu við fólk sem þarf á aðstoð að hald, af hvaða tagi sem það nú er.

 

Hjúkrunarheimilið Ljósheimar á Selfossi hóf starfsemi þegar mikil þörf var fyrir hendi varðandi þjónustu við aldraða.   Enn er þörfin mikil og kröfur eru gerðar um allt aðrar aðstæður en uppi voru þegar Ljósheimar hófu starfsemi.  Þjónusta við aldraða á hjúkrunarheimili er sérhæfð og beinist að því  að sinna hverjum einstaklingi út frá hans þörfum og þarfir heimilisfólks eru  mismunandi eftir hverjum og einum.  Vaxandi er sú krafa að unnt sé að sinna ákveðnum hópum sérstaklega einkum þeim sem búa við heilabilun.

 

Það sem heimilisfólk á hjúkrunarheimili á sameiginlegt er að staðurinn er þeirra heimili og þarf að hugsa starfsemina út frá því inntaki. Þar á fólkið heima með þeim takmörkunum sem það  hefur.  Sá sem býr á hjúkrunarheimili getur ekki sótt þjónustu sem er til staðar í samfélaginu fyrir aldraða nema hún sé veitt inni á heimilinu. Þar er komið inntakið í starfsemi Vinafélags Ljósheima sem varð til í byrjun árs 2004 til þess að halda úti tómstundastarfsemi og afþreyingu inni á heimilinu að Austurvegi 28 á Selfossi.

 

Framundan eru breytingar hjá Ljósheimum þegar starfsemin flyst í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Þar má segja að starfsemi Ljósheima verði á tveimur hæðum. Þar er gert ráð fyrir sérhæfðri deild fyrir heilabilaða þar sem unnt verður að koma til móts við þeirra þarfir.  Það er gleðiefni að horfa fram til nýrrar aðstöðu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  

Með flutningi Ljósheima munu áherslur Vinafélagsins breytast. Stefnt er að því að tómstundastarf og afþreying verði á hendi HSu að öllu leyti en Vinafélagið mun einbeita sér að öðrum þáttum í meira mæli svo sem aðstöðusköpun í góðu samstarfið við HSu til að auðvelda stofnuninni að koma til móts við ólíkar þarfir fólks.  

 

Dagþjálfun fyrir heilabilaða er mikilvægur þáttur sem nauðsynlegur er til þess að létta álagi af aðstandendum. Félag aðstandenda alzheimersjúklinga vinnur að því að koma slíkri þjónustu upp á Selfossi fyrir Sunnlendinga. Hefur FAAS haft samstarf við bæjarstjórn Árborgar um þetta mál. Vinafélagið hefur einnig lagt þessu mikilvæga máli lið.

Öllum þeim sem stutt hafa starfsemi Vinafélags Ljósheima er þakkað fyrir hlýjar hugsanir, góðan stuðning og rausnarleg framlög.

 Selfossi í febrúar 2007Sigurður Jónsson formaður

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband