Tvöföldun og lýsing Suðurlandsvegar innan seilingar

Suðrlandsvegur SjóvárÞað var ánægjulegt að heyra fréttina í gær um kynningu Sjóvár og Ístaks um kostnað vegna tvöföldunar og lýsingar Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss. Kostnaðurinn er áætlaður 7,5 - 8 milljarðar. Vegagerðin áætlaði kostnaðinn 13,5 milljarða og að 2 + 1 vegur kostaði 5,8 milljarða. Mogginn gerir áformum Ístaks og Sjóvár góð skil í dag.

Leið Sjóvár byggist á því að ná hámarksöryggi á veginum með tvöföldun hans og lýsingu. Út frá Reykjavík og milli Selfoss og Hveragerðis  er gert ráð fyrir hringtorgum likt og á veginum milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þrjú mislæg gatnamót eru frá Gunnarsholti að Hveragerði.

Ánægjulegt er að Sjóvá gerir ráð fyrir lýsingu á milli akbrautanna sem eru aðskildar með 2,5 metra bili og tveimur vegriðum. 

Ljóst er að hér er komin fram tillaga að vegi sem nær því markmiði að hámarka það öryggi sem vegurinn getur veitt vegfarendum. Önnur áhersluatriði varðandi öryggi lúta að ökumönnum og ökutækjum.

Vonandi bera yfirvöld gæfu til þess að fara þá leið sem Sjóvá og Ístak leggja til. Einfaldasta leiðin væri að  ganga til samninga við þessa aðila um framkvæmdina eftir að farið hefur verið gaumgæfilega yfir áætlun þeirra. Í framhaldi af því kæmi síðan fram endanleg nákvæm kostnaðaráætlun og svo verkáætlun. 

Sannarlega ánægjulegt að sjá drauminn um tvöföldun og lýsingu vegarins innan seilingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband