Skemmtilegt fimleikamót

Við fórum á fimleikamót Gerplu í Kópavogi í dag til að fylgjast með Andreu Rós keppa. Það var skemmtilegt að fylgjast með þessum litlu telpum framkvæma erfiðar æfingar af mikilli fimi.  Lipurð þeirra og liðleiki er ótrúlegur og einbeitnin skín úr andliti þeirra.  Auðvitað tekst ekki allt eins og skyldi því hver og einn fær bara eina tilraun. Það var gaman að sjá hvað telpurnar voru duglegar að takast á víð það þegar æfingin gekk ekki alveg upp og þá er gott að hafa góðan þjálfara sér við hlið til að hvetja mann áfram.

Umgjörð mótsins hjá Greplu var glæsileg og  gaman að sjá hverju metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja í Kópavogi skilar.  Því miður gleymdist myndavélin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband