Í notalegu umhverfi Vancouverborgar í Kanada

Við höfnina meðal háhýsaErum núna stödd í háhýsaborginni Vancouver í Canada þar sem hvert háhýsið rís af öðru í miðborginni og mannlífið líður áfram án sýnilegrar streitu. Þau voru bara notaleg háhýsin enda gefið nægilegt rými.

Þrátt fyrir mikila landfræðilega fjarlægð þá er litla Ísland ótrúlega nálægt og við hlustum á fréttirnar í Rúv og fylgjumst með því sem er að gerast.  Munum eiga hér góða daga með okkar fólki, kíktum á miðborgina í gær og iðandi mannlífið.  Hér er mikil fjölbreytni og fólk af ólíkum kynþáttum, allt með mjög þægilegu yfirbragði.

Veðrið er gott, þægilegur hiti og dálítil rigning öðru hverju. Ekki má gleyma gróðrinum sem er í góðum blóma og blómstrandi tré og runnar hvervetna.  Við komum við í Gastown í gær sem er aðeins til hliðar við háhýsin með notalegu umhverfi.  Virtum líka fyrir okkur Lionsgate-bridge sem er ansi lík Ölfusárbrúnni okkar. Í dag kíkjum við á úrvalið í verslunum borgarinnar.

Sigga og Hjalti eru í góðu háskólahverfi þar sem íbúðir stúdenta og háskólastofnanir eru í næsta nágrenni og umhverfið greinilega hvetjandi fyrir metnaðarfullt fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband