25.5.2007 | 03:52
Útskrift hjá Siggu Rós í sól og sumaryl
Útskriftardagur Siggu Rósar rann upp bjartur og fagur í morgun. Hún var mćtt í háskólann UBC klukkan sjö og viđ vorum síđan komin á svćđiđ klukkan rúmlega 8,00 ţegar prófessorar og útskriftarnemar gengu í skrúđgöngu til glćsilegs samkomusalar skólans. Fremstir fóru prófessorar og yfirmenn háskólans og síđan komu ţeir sem voru ađ fá doktorsgráđu, ţá mastersnemar og loks kennaranemar.
Ýtskriftarathöfnin var hátíđleg og virđuleg og fór fram samkvćmt hefđum skólans međ ávarpi yfirmanna háskólans og ávarpi útskriftarnema.
Hćgt var ađ fylgjast međ útskriftinni í beinni útsendingu á netinu sem er skemmtilegur ţáttur ţví nemendur eru víđa ađ úr heiminum.
Sigga Rós tók viđ viđurkenningarskjali sínu sem Master of Education in Special Education.
''I hope your time here has tought you the value of knowledge. I hope, too, that you have learned to recognize the opportunities presented by change, and that you have acquired he skills and courage to take advantage of that change. Again, congratulations on your accomplishment," sagđi Allan McEachern, Chancellor UBC háskólans í lok ávarps síns.
Stephen Toope President UBC hvatti nemendur til ađ takast á viđ ţann ótta sem vitađ vćri ađ blundađi međ fólki sem vćri ađ takast á viđ óţekktar stćrđir og ţađ sem biđi í framtíđinni. Hann lagđi áherslu á ađ ekki mćtti láta óttann ráđa för heldur beita kunnáttu og fćrni til ađ skapa afl og veruleika í sátt viđ umhverfi og menn. ''At this moment, however, as you begin a new stage in your life and experience, you should recognize that you can and will make a difference, because you possess the knowledge and skills that are conferred by a good education,'' sagđi Stephen Toope í ávarpi sínu og lokaorđ hans voru - ''Whatever challenges that await you, I am confident that, as a member of the UBC Graduating Class of 2007, you have the potential, not only to achieve personal and professional success, but also to help move society towards the ideals of peace, justice, and prosperity for all.''
Eftir athöfnina söfnuđust allir saman á torgi framan viđ hátíđarsalinn ţar sem er mjög fallegt útsýni til fjallanna í kringum Vancouver. Ţar voru teknar myndir og hamingjuóskum rigndi yfir ţá sem voru ađ brautskrást. Mikiđ var myndađ og útskriftarnemar stilltu sér upp til myndatöku. Tekin var mynd af Siggu Rós međ yfirmönnum skólans.
Síđan fengu gestir og gangandi sér hressingu í tjaldi á torginu og nemarnir skiluđu af sér útskriftarhempunum en héldu hátíđarhattinum.
Ţetta var sannkallađur hátíđisdagur og áhrifaríkur sem slíkur. Sigga Rós var ein af 6 ţúsund nemendum sem útskrifast á ţessu ári frá UBC. Nćsta útskrift hjá okkur er á ţriđjudaginn ţegar Hjalti útskrifast.
Síđan héldum viđ heim á leiđ í góđa veđrinu, Sigga Rós međ mastersskírteiniđ góđa og viđ međ bros á vör og hamingjutár á hvarmi. Eftir hádegiđ fórum viđ síđan í skemmtilega fjallaferđ og Grouse Mountain og eyddum deginum ţar.
Komum heim síđdegis og ţegar ţetta er skrifađ er veriđ ađ matreiđa ljúffengan íslenskan lambahrygg sem snćddur verđur međ kanadísku hátíđarvíni úr Okanagan dalnum sem viđ heimsóttum síđastliđna ţrjá daga.
Góđur, sólar- og hamingjuríkur dagur ađ kveldi kominn í Vancouver.
Athugasemdir
Til hamingju međ dótturina enn einn glćsilegur og vel verskuldađur áfangi hjá stelpunni.
Ragnheiđur I. Jónsd. (IP-tala skráđ) 25.5.2007 kl. 09:19
Til hamingju međ nöfnu mína, hún ber nafn međ rentu og lýkur hverjum áfanganum á eftir örđum međ glćsibrag. Til hamingju Sigga Rós.
Sigríđur Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 25.5.2007 kl. 19:00
Innilegar hamingjuóskir međ Siggu Rós .
Tobba var ađ spyrja um myndir af Mary og Co. ?
Valdimar Sigurjónsson (IP-tala skráđ) 3.6.2007 kl. 15:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.