26.5.2007 | 05:04
Andstæður í háhýsamiðborg Vancouver
Þegar farið er um miðborg Vancouver þar sem hvert háhýsið tekur við af öðru má sjá ýmsar andstæður þar sem lægri hús hafa verið látin standa áfram. Yfir gnæfir háhýsið í öllu sínu veldi en litla húsið kúrir áfram.
Skammt frá er annað hús sem er eins og glas á fæti, húsið stendur á súlu og sá hluti hússins sem stendur út fyrir súluna er borinn uppi af burðarvirki efst í þakinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.