Á Grouse Mountain í útsýnisferð

Fyrir ofan Vancouver gnæfir  Grouse Mountain tindurinn sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Farið er upp á fjallið í kláf en það er 1100 metra hátt.  Þarna uppi er gott útsýni, veitingastaður og svo skemmtidagskrá með skógarhöggsmönnum að sýna listir sínar og svo ránfuglasýning.

Einnig má sjá birni og  fyrir neðan fjallið eru síðan úlfar í girðingu.  Svo eru þarna höggmyndir úr tré sem sýna menningu svæðisins. Yfir vetrartímann er þetta gott skíðasvæði. Þarna áttum við góðan dag.

Uppi á Mountain Grouse
Skógarhöggsmannakeppni á Grouse Mountain
Bald Eagle er tignarlegur
Á útsýnisstað á Grouse Mountain
Á Grouse Mountain með styttur í baksýn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband