Nýr samgönguráðherra fékk góðar kveðjur og blóm

Hannes Kristmundsson baráttumaður í Hveragerði heimsótti skrifstofu samgönguráðherra í vikunni og færði honum blóm og kveðjur frá sér og konu sinni og líka frá Vinum Hellisheiðar. Þetta gerðum við Hannes til að Tvöfaldur vegur í fjallendi Kanadaminna á hið stóra fyrirliggjandi verkefni að tvöfalda og lýsa Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss, helst í einkaframkvæmd hjá Sjóvá. Við minnum líka á að mikilvægt er að samgönguyfirvöld og almenningur vinni saman að umferðarmálum. Við erum tilbúnir og teljum að allur almenningur sé það einnig.

Ég komst ekki með Hannesi þar sem ég er nú í Kanada en ég læt hér fylgja mynd af kanadískum vegi og að sjálfsögðu tvöföldum. Hér eru vegir góðir og áhersla á öryggi. Umferðarmenning er líka góð og lítið um svíningar.

Það má ekkert hika með tvöföldun Suðurlandsvegar og svo þarf líka að halda áfram hvatningu til ökumanna um öruggan akstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband