19.7.2007 | 00:05
Góður veiðidagur á Torfastöðum
Við skutumst í veiði á Torfastöðum síðdegis í dag, ég og Kári bróðir. Afraksturinn var sá að ég fékk tvo fiska, sjóbirting á svæði 6 og lax á svæði 7. Þetta voru fallegir fiskar, hvor um sig 3 pund. Það var sólarlaust og logn við Sogið sem skartaði sínu fegursta eins og alltaf, með miklu fuglalífi og annarri náttúrufegurð.
Það er greinilegt að laxinn er kominn upp í Sogið enda hafa verið góðar göngur í Ölfusánni að undanförnu. Nú er bara að sinna Torfastaðasvæðinu og renna fyrir þann silfraða.
Það er hrein upplifun að veiða í Soginu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.