29.10.2007 | 13:19
Kanínurnar í góðum gír
Sigurður Snær,nafni minn, 3ja ára tók að sér vinnumennskuna í dag í kringum kanínurnar. Hann valdi matinn, gulrætur, paprikur, epli og annað góðgæti til að fara með. Það er frí í skólanum þannig að kennslukonan Sigríður Rós er heimavið og nýtur hann þess.
Kanínurnar tóku vel á móti vinnumanninum sem hellti góðgætinu á disk og horfði á þær snæða, ánægður með verk sitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.