Fréttir af pabba

Kæru vinir! 

Setti inn nokkrar fréttir af pabba á síðuna mína

http://www.siggaoghjalti.blogspot.com/

Ástarþakkir fyrir góðar kveðjur og hugsanir undanfarna daga.

Kv. Sigga Rós


Kanínurnar í góðum gír

Svigurður Snær með kanínurnarSigurður Snær,nafni minn, 3ja ára tók að sér vinnumennskuna í dag í kringum kanínurnar. Hann valdi matinn, gulrætur, paprikur, epli og annað góðgæti til að fara með. Það er frí í skólanum þannig að kennslukonan Sigríður Rós er heimavið og nýtur hann þess.

Kanínurnar tóku vel á móti vinnumanninum sem hellti góðgætinu á disk og horfði á þær snæða, ánægður með verk sitt.


Beðið eftir útboði Suðurlandsvegar í einkaframkvæmd

Nú bíður allt áhugafólk um tvöföldun og lýsingu Suðurlandsvegar í eftirvæntingu eftir því að samgönguráðherra bjóði út framkvæmdina í einkaframkvæmd, bæði hönnun og lagningu vegarins.  Það er meginatriði að þetta útboð verði að veruleika og á vissan hátt dálítið undarlegt hvað þetta gengur hægt fyrir sig. Það er alveg eins og í kerfinu séu einhverjir sem vilja ekki að þessi góða framkvæmd fari af stað.  Menn mega ekki gleyma öllum undirskriftunum sem liggja fyrir frá almenningi varðandi þetta mál.

Menn munu leysa úr því hvar vegurinn muni liggja í Ölfusinu eins og nú er verið að ræða um. Ég óttast ekki að það tefji málið.  Best er að framkvæmdin fari úr umsjón Vegagerðarinnar og til einkaaðila, bæði hönnun og lagning vegarins.  Áherslur Sjóvár í þessum efnum eru mjög góðar og nauðsynlegt að þær gangi eftir, vegurinn verði fjórar akreinar með ljósastaurum í miðjunni sem eru varðir með vegriði beggja vegna. Kostnaður við lagningu vegarins verði síðan greiddur með svonefndum skuggagjöldum.   Svo þarf umhverfisráðherra að heimila flýtingu á afgreiðslu umhverfismats vegna vegarins svo það kerfisatriði tefji ekki þetta brýna öryggis- og samgöngumál.

Ég trúi því að ráðherrarnir Árni Matthíesen, Björgvin Sigurðsson og Kristján Möller komi málinu á koppinn á næstu vikum með góðum stuðningi þingmanna hvar í flokki sem þeir standa.  Breikkun og lýsing Suðurlandsvegar verður gríðarstórt framfaraskref í atvinnu- og samgöngumálum okkar Sunnlendinga og höfuðborgarbúa.


Dagdvöl fyrir alzheimersjúka í sjónmáli

        Góðar líkur eru á því að dagdvöl verði opnuð á Selfossi fyrri alzheimersjúkt fólk á Suðurlandi. Frummælendur á fræðslufundi ásamt formanniVinafélag Ljósheima hefur unnið að þessu máli í rúmlega ár ásamt Félagi aðstandenda alzheimersjúkra FAAS. Við höfum verið í góðu og ýtnu sambandi við bæjaryfirvöld varðandi þetta mál en bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja til húsnæði fyrir þessa starfsemi og er í því efni horft til þess að finna rúmgott íbúðarhús.

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri flutti ávarp á fræðslufundi Vinafélagsins 18. október þar sem hún tók undir nauðsyn þess að dagdvöl yrði að veruleika og sagðist vera í samningaviðræðum við húseiganda á Selfossi varðandi þetta mál. Hún gerði sér von um að niðurstaða fengist í húsnæðismálin áður en aðventan gengi í garð. Þessu fögnuðu fundarmenn innilega.

Haukur Helgason framkvæmdastjóri FAAS og María Jónsdóttir formaður eru ötulir baráttumenn fyrir aðstöðu fyrir alzheimersjúkt fólk en FAAS starfrækir núna þrjú heimili með dagdvöl á höfuðborgarsvæðinu og það fjórða er  við það að verða að veruleika.  Þau sögðu frá áherslum félagsins á fræðslufundinum og lýstu því hversu nauðsynlegt er að dagdvöl verði að veruleika á Selfossi þar sem sinna má þjálfun fyrir alzheimersjúka.  Félaginu hefur tekist að byggja upp myndarlegan rekstur og fær til hans daggjöld frá ríkinu.  Núna þurfa okkar ágætu þingmenn að leggja málinu lið með því að ýta því að heilbrigðisráðherra að tryggja væntanlegu heimili á Selfossi daggjöld fyrir 16 plássum en Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra var búin að lofa daggjöldum fyrir kosningarnar síðustu.  Við treystum því að Guðlaugur ráðherra heilbrigðismála reynist vel í þessu máli. Verði dagdvölin á Selfossi að veruleika verður hún fyrsta dagdvölin fyrir alzheimersjúka á landsbyggðinni.

Á fræðslufundinum sagði Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSu frá því hvernig hjúkrun verður háttað á nýju Ljósheimadeildinni í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og á hjúkrunardeildinni á þriðju hæðinni.  Mjög áhugavert var að hlusta á erindi Önnu Maríu og ljóst að það verður ánægjulegt þegar ljósheimar flytja frá Austurveginum í nýbygginguna við Árveg núna í desember.

Magnús Skúlason framkvæmdastjóri HSu sagði frá nýbyggingunni og í máli hans kom fram að eftir er að tryggja fjármagn í síðari áfanga byggingarinnar ásamt því að ganga frá því að rekstur hjúkrunardeildarinnar á þriðju hæðinni fái fé á fjárlögum 2008. Það er því verk að vinna fyrir þingmenn í málefnum HSu fram til þess að fjárlög verða afgreidd.


Við kanínubúskap hjá Elfu Rún og Esther Ýr

"Er afi heima," sagði rödd í símanum í morgun og Esther sagði sem var að afi væri einhverstaðar úti. "Heldurðu að hann geti farið og gefið kanínunum," sagði  röddin sem var Elfa Rún Óskarsdóttir kanínubóndi í Sigtúninu þar sem hún elur kanínur í bílskúrnum ásamt Esther Ýr systur sinni. ÞarnaMyndarlegar kanínur í Sigtúni er myndarleg kanína með fjóra fallega unga.

Auðvitað fór afi með gómsætt kál og gaf dýrunum ásamt því að sópa saman  mestu óreiðunni  hjá greyjunum. Þær tóku vel til matar síns og drukku okkar tæra vatn.  Síðan var kanínubændunum sent sms um að allt væri undir kontról hjá kanínunum. Auðvitað verður kíkt á kanínurnar aftur og húsið vaktað um leið.

Á myndinn i má sjá kanínurnar gæða sér á gómsætu kálinu.


Kálfurinn Babú kom í heiminn

Slökkviliðsstjórar ofl 045Kálfurinn Babú, svartur og myndarlegur holdanautskálfur, kom í heiminn í fjósinu í Geirakoti nokkrum mínútum áður en slökkviliðsstjórar Íslands komu þangað í heimsókn á ferð sinni um Suðurland.  Hjónunum Ólafi Kristjánssyni bónda og Maríu Hauksdóttur húsfreyju í Geirakoti þótti tilvalið að skíra kálfinn strax til heiðurs slökkviliðsstjórunum.  Þeir Björn Karlsson brunamálastjóri og  Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnesinga fögnuðu kálfinum innilega í fóðurganginum í fjósinu í Geirakoti.  Ekki lögðu þeir þó í að kyssa blautan kálfinn til að feta í fótspor Guðna Ágústssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra þegar hann kyssti Skrautu á Stóra Ármóti og ég smellti mynd af þeim viðburði.

Það var annars glatt á hjalla í Geirakoti þarna um hádegið en þau hjónin hafa útbúið góða forstofu að fjósinu í tveimur  aflögðum súrheysturnum. Þar eru málaðar landbúnaðarmyndir á veggjum og Þórður Þorsteinsson rafvirki frá Selfossi sat þar á stól  og lék á harmonikku. Svo vel fórst honum þetta að viðstaddir fengu fiðring í fætur og hófu að dansa. Síðan var sungið og trallað um stund, tekin mynd fyrir framan turnana tvo sem fengu auðvitað strax nafnið: "Twin Towers of Geirakot.


Veiðivötnin eru stórkostleg

Veiðivötn eru eftirsótt svæði stangaveiðimanna og náttúruunnenda. Það er stórkostlegt að vera á þessu svæði, njóta náttúrunnar ásamt því að fara á milli vatna og kanna hvort vatnabúinn er Gaui með 8 pundaranntilbúinn að gefa sig.

Nú í vikunni átti ég þess kost að fara með tveimur veiðifélögum, Guðjóni og Friðgeiri, í Vötnin. Þetta var ákveðið með árs fyrirvara enda er aðsóknin slík að menn verða að bóka snemma til að fá veiðileyfi.  Raunar bóka menn daga þegar þeir yfirgefa svæðið og vilja koma á sama tíma að ári.

Öll umgengni er til fyrirmyndar í Vötnunum enda er komið í veg fyrir að umhverfissóðar eða hávaðafólk komist að í veiði  eða dvöl á svæðinu.Ánægðir með fenginn

Okkur gekk þokkalega í veiðinni en urriðinn var ekki almennilega tilbúinn fyrr en síðdegis seinni daginn þegar við fórum í Hraunvötnin og veiddum í Skeifunni. Guðjón fékk einn  vænan urriða í Litlasjó og svo ekki söguna meir fyrri daginn. Seinna kvöldið gaf hann sig öðru hverju og toppurinn á því var þegar Guðjón nældi í 8 punda hrygnu, spikfeita og væna.

Við yfirgáfum svæðið sælir og ánægðir eftir dvölina í Vötnunum og bókuðum strax sama tíma að ári. Það er alveg klárt að maður er einhvern veginn kraftmeiri eftir veruna í Vötnunum þar sem hægt er að hlusta á þögnina um leið og maður dáist að náttúrufegurðinni og íhugar hvernig þetta svæði mótaðist.

 Við Litlasjó

 

 


Góð stund í Ljótapolli

Hressir í bragði við LjótapollÞað er alveg sérstök tilfinning að vera við veiðar inni á hálendi, það er algjör kyrrð birtan minnkar smátt og smátt eftir því sem líður á kvöldið og öðru hverju gerir vatnabúinn vart við sig. Það er auðvelt að tæma hugann við svona aðstæður og hlaða sig nýrri orku. Tíminn hverfur og maður bara er þarna við vatnið og veiðir.

Við Daði Már skruppum í Ljótapoll í gærkvöldi, fórum klukkan 18,00, komum við hjá Sigríði í Skarði, keyptum veiðileyfi og héldum síðan rakleitt Landmannaleið að Ljótapolli.  Það var erfitt að slíta sig frá pollinum en heim þurfti að fara og þrír silungar fylgdu með í farteskinu, góðir á grillið. 207_0725

Þarna voru menn á ferð, Snorri fyrrum garðyrkjustjóri var mættur með stöngina, alvanur á þessu svæði, var að undirbúa fertugsafmæli sitt í dag í Landmannahelli, Sölvi matreiðslumaður stikaði stórum með stöngina og bakpokann og var fljótur að setja í fisk eins og Snorri sem var þarna við annan mann og son sinn. Síðan komu ungir frændur okkar af Birkivöllunum á svæðið, barnabörn Trausta Þorsteinssonar, þegar við vorum á heimleið.

Þegar maður fer frá svona stað er það alltaf hugsunin að maður verði að fara aftur við fyrsta tækifæri og svo sannarlega skal það verða raunin.  Heim vorum við komnir upp úr 03:00, endurnærðir og ekkert syfjaðir.


Góður veiðidagur á Torfastöðum

Við skutumst í veiði á Torfastöðum síðdegis í dag, ég og Kári bróðir. Afraksturinn var sá að ég fékk tvo fiska, sjóbirting á svæði 6 og lax á svæði 7. Þetta voru fallegir fiskar, hvor um sig 3 pund. Það var sólarlaust og  logn við Sogið sem skartaði sínu fegursta eins og alltaf, með miklu fuglalífi og annarri náttúrufegurð.

 

Veiðitúr  í Sogið við Torfastaði

Það er greinilegt að laxinn er kominn upp í Sogið enda hafa verið góðar göngur í Ölfusánni að undanförnu. Nú er bara að sinna Torfastaðasvæðinu og renna fyrir þann silfraða.

Það er hrein upplifun að veiða í Soginu.


Kominn heim í heiðardalinn - asi í skipulagsmálum

Ég er kominn heim í heiðardalinn,Fluga3
ég er kominn heim með slitna skó,
kominn heim að heilsa mömmu
kominn heim í leit að ró.
Ég er kominn heim til að hlusta á lækinn
sem hjalar við mosató....................................................

Já, svona rétt  til að láta vita af því að við erum komin heim eftir góða ferð til Kanada.  Það er hins vegar lítil ró heima í heiðardalnum á Selfossi því þar ríkir asi í skipulagsmálum þar sem sérhagsmunir eru látnir ráða. Þetta tekur hugann.

Það var ótrúlegt að upplifa það sem fundarboðandi og fundarstjóri á íbúafundi  Miðbæjarfélagsins að  fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar skyldu ekki mæta til fundarins og bera fyrir sig óheppilegt fundarboð.  Það vilja allir fá bæjarstjóra á svona fundi en það ber að virða ef fólk er bundið annarstaðar. Vonandi  næst fundur þar sem  hún getur rætt málið við íbúana og svarað spurningum þeirra. 

Þetta rifjaði upp þann vonda bæjarstjórnarfund sem íbúar Mjólkurbúshverfisins hlustuðu á og meirihlutinn samþykkti deiliskipulagið við Austurveg 51 - 59.  Þá var eins og bæjarfulltrúar meirihlutans væru ekki á staðnum, þeir sögðu ekki neitt en horfðu í gaupnir sér.

Það er gott að horfa á veiðifluguna til þess að láta hugann reika á önnur mið, veiðisvæði sumarsins.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband